„Ég ætla ekki að láta þetta foreldri stjórna hvernig ég kenni“: starfsumhverfi skóla í kjölfar hinsegin bakslagsins

Höfundur: Anna Mae Cathcart-Jones 

Leiðbeinendur: Íris Ellenberger og Auður Magndís Auðardóttir

Ágrip/efni: Markmið þessarar rannsóknar var að kynnast upplifun starfsfólks skóla sem sinnir hinsegin fræðslu í kjölfar bakslags í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hefur verið mikið til umræðu. Rannsóknin er eigindleg og aflað var gagna í gegnum fimm einstaklingsviðtöl. Viðmælendur eru allir starfandi í skólum á höfuðborgarsvæðinu og sinna hinsegin fræðslu að einhverju leyti á sínum starfsvettvangi. Niðurstöður benda til þess að bakslagið hefur sýnt sig innan veggja skólans meðal nemenda og starfsfólk reynir að bregðast við með aukinni fræðslu. Þó má segja að fræðslan sé oft á tíðum ómarkviss eða sjaldgæf. Aukin niðrandi orðræða meðal nemenda hefur kallað á aukna þörf á fræðslu en starfsfólk segist líka upplifa neikvætt viðmót frá foreldrum og aðstandendum barna gagnvart hinsegin fræðslu. Vonast er til að niðurstöður þessarar rannsóknar sýni þörf á frekara inngripi bæði frá stjórnvöldum og skólastjórnendum til að spyrna gegn hatursáróðri og upplýsingaóreiðu.