Dyslexía og lestrarnám

Höfundur: Heiða Lecomte Gröndal

Leiðbeinandi: Auður Björgvinsdóttir
Meðleiðbeinandi: Sigríður Ólafsdóttir

Ágrip/efni:

Dyslexía er sértækur lestrarvandi af taugafræðilegum uppruna, sem getur haft víðtæk áhrif á nám, sjálfsmynd og félagslega aðlögun barna. Alþjóðlega hugtakið dyslexía er hér notað í stað íslensku þýðingarinnar lesblinda, þar sem hið síðarnefnda ber með sér neikvæða merkingu og gefur ranga mynd af eðli röskunarinnar.

Markmiðið verkefnisins er að leiðrétta útbreiddan misskilning með því að varpa ljósi á afleiðingar ranghugmynda, bæði fyrir námsframvindu og tilfinningalega líðan barna með dyslexíu. Sérstök áhersla er lögð á að skýra hugtakið og greina frá algengum mýtum sem hafa áhrif á viðhorf, greiningu og kennsluhætti innan íslensks menntakerfis. Fjallað er um mikilvægi snemmtækrar greiningar og markvissrar íhlutunar, sem byggð er á gagnreyndum aðferðum, sem getur dregið úr einkennum og styrkt námslega stöðu barnanna. Einnig er litið til þróunar undirþátta lestrar frá frumbernsku, einkenna dyslexíu hjá ungum börnum og nauðsyn þess að greina röskunina snemma, helst strax á leikskólaaldri.

Með aukinni fræðslu um eðli og birtingarmynd dyslexíu, sem og undirliggjandi orsök hennar, má stuðla að réttlátari og sértækari kennslu sem mætir raunverulegum þörfum barna. Þá er lögð áhersla á að kennarar og annað fagfólk innan menntakerfisins fái viðeigandi þjálfun og þekkingu til að greina einkenni og bregðast við með árangursríkum hætti. Slík fagmennska getur stuðlað að auknu jafnræði innan skólaumhverfisins og tryggt að börn með dyslexíu fái tækifæri til að njóta sín í námi og félagslífi.