Höfundur: Haukur Þór Þorvarðarson
Leiðbeinandi: Samuel Currey Lefever
Sérfræðingur: Hanna Ragnarsdóttir
Ágrip/Efni: Inngilding og aðlögun nemenda sem eiga foreldra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd, hefur skapað miklar áskoranir fyrir íslenskt grunnskólasamfélag. Eins og tungumálaörðuleikar, langar áfallasögur, brotið bakland, rótleysi, heimilisleysi, óöryggi og mikil óvissa um hvort fjölskyldur fái að vera á Íslandi eða ekki hefur mikil áhrif á líðan og námsárangur þessara barna. Foreldrar barnanna eiga einnig í miklum erfiðleikum með að styðja börn sín í námi í nýju landi. Þessi rannsókn var tilviksrannsókn þar sem hálfskipulagðri viðtalsaðferð var beitt og viðtöl tekin við kennara og foreldra barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi. Rannsóknin fór fram í móttökudeild fyrir börn í grunnskóla á Íslandi sem sérhæfir sig í móttöku barna þeirra foreldra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þessi rannsóknaraðferð gerði rannsakandanum kleift að skilja betur persónulega reynslu nemenda og þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Tilgangur ritgerðarinnar er að fjalla um áskoranir sem þessir nemendur glíma við séð frá sjónarhorni kennara og foreldrum barnanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tungumálaörðuleikar, slitin skólaganga, löng áfallasaga og erfiðleikar kennara í að virkja foreldra til samstarfs í námi barna sinna. Skapar áskoranir fyrir grunnskólasamfélagið og leiðir til aukins álags á kennara og kallar á breytingar.
Rannsóknin sýnir fram á að grunnskólar geti mætt þessum áskorunum með hæfu kennaraliði sem er sérhæft í áfallamiðuðum kennsluháttum, menningarnæmri nálgun sem tengir námið við áhugasvið nemendanna og með að styrkja foreldra í að styðja nemendur í námi barna sinna. Með því að styðjast við móttökudeildir þar sem nemendur eru samt hluti af bekkjardeildum skólans. Getur grunnskólinn skapað öruggt kennslurými fyrir börn sem búa við mikla óvissu og stutt þá til að vera virkir og gildir þátttakendur í grunnskólasamfélaginu. Rannsóknarspurningar þessarar ritgerðar eru tvíþættar: Hverjar eru áskoranir kennara sem kenna börnum umsækjenda um alþjóðlega vernd? Hverjar eru áhyggjur foreldra barnanna varðandi grunnskólanám barna þeirra?