Höfundur; Karen Sveinsdóttir
Leiðbeinendur: Berglind Gísladóttir og Kristján Ketill Stefánsson
Ágrip/efni: Í þessu lokaverkefni til M.Ed. prófs í Kennslu stærðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er skoðað hvernig stærðfræðikennslu er háttað á Austurlandi og hver fagmenntun kennara er sem sinna þeirri kennslu. Megintilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í kennsluhætti í stærðfræði í grunnskólum á Austurlandi en til hliðsjónar var horft til þess hver fagþekkingu kennara er í faginu og möguleika þeirra til starfsþróunar. Í rannsókninni voru nýttar bæði eigindlegar og megindleg rannsóknaraðferðir. Gögnum var safnað með hálfstöðluðum hópviðtölum í fimm skólum á Austurlandi auk þess sem gögnum úr skólapúlsinum frá sömu fimm skólum voru nýtt.
Niðurstöður benda til þess að meirihluti kennara sem kenna stærðfræði á Austurlandi hafi valið starfið af áhuga á faginu en hafi þó annað sérsvið. Langflestir kennarar í rannsókninni nýta starfsþróun sína í því skyni að efla fagþekkingu á sviði almennrar menntunar og benda þeir á að vöntun sé á vettvangi fyrir faggreinar. Fjarlægð og tími er mikil fyrirstaða þar sem námskeið og fyrirlestrar eru oft haldnir í öðrum bæjarfélögum eða öðrum landshlutum. Meirihluti kennaranna leggur áherslu á skilning nemenda í stærðfræði fremur en að komast yfir sem mest efni og telja sig nýta fjölbreyttar aðferðir í kennslu.
Það er von rannsakanda að þessi rannsókn veiti innsýn í kennslu stærðfræði í skólum á Austurlandi og möguleika kennara þar til faglegrar starfsþróunar. Í framhaldi mætti leggja til grundvallar vettvang fyrir stærðfræðikennara á Austurlandi til samstarfs þar sem áhersla á fjölbreyttar hugmyndir um kennslu eða námskeið sem ætlað er að styrkja faglegt starf.