Handan við grænu linsuna: Breytingarferli leikskólakennara og starfsfólks í sjálfbærnimenntun

Höfundur: Margarita Hamatsu 

Leiðbeinendur: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Kristín Norðdahl

Ágrip/efni: Sjálfbær þróun þýðir að samfélög vinna að því að vera sjálfbær á heildrænan hátt með tilliti til umhverfis, samfélags, efnahags og menningar, með það að markmiði að styðja við áframhaldandi þróun. Í Aðalnámskrá leikskóla(2011) er talað um sjálfbærni sem flókið jafnvægi milli umhverfis, samfélags og efnahags. Það að innleiða þessar víðtæku hugmyndir í skóla eins og leikskóla er mikil vinna sem mun taka sinn tíma. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að vel takist til við að innleiðinguna þurfi bæði betri kennsluaðferðir og aukna þekkingu kennara á hugtökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun. Rannsókn þessi skoðar hvernig leikskólakennarar í Leikskólanum Álfheimum, sem og aðrir kennarar, skilja kennslu ungra barna þegar kemur að sjálfbærni, með áherslu á að finna leiðir til úrbóta. Þeir kennarar sem þátt tóku í rannsókninni sýndu vaxandi skilning á efninu á því tímabili sem rannsóknin stóð yfir. Í upphafi sáu þátttakendur sjálfbærni aðallega sem umhverfisskyldu, en fljótlega áttuðu þeir sig á því að sjálfbærni felur einnig í sér hvernig við högum samskiptum okkar við náttúruna, samfélagið, efnahag og mismunandi menningarheima. Það sem í upphafi virtist yfirþyrmandi flækjustig breyttist fljótt í brennandi áhuga og mikilvægi þess að skapa gott og styðjandi námsumhverfi varð ljós. Með reglulegri hugmyndavinnu, umræðu og virkri þátttöku í rannsóknarvinnunni dýpkaði skilningur þátttakenda á viðfangsefninu. Rannsóknin dregur fram og  bendir á nauðsyn þess að nota aukna þekkingu og menntun sem afl til breytinga. Hún undirstrikar jafnframt hvernig kennarar geta með aukinni þekkingu á viðgangsefninu þróast frá grunnþekkingu á sjálfbærni til heildstæðrar beitingar.