Höfundur: Sigurður Aron Árnason
Leiðbeinandi: Ingunn Hreinberg Indriðadóttir
Ágrip/efni: Í þessu verkefni ákvað ég að gera kennslubók í rússnesku. Enginn slík kennslubók er til á íslenskri tungu og að mínu mati brýn þörf á slíkri kennslubók. Kennslubókin er ætluð grunnskólanemendum, framhaldsskólanemendum, nemendum af rússneskum uppruna og öllum þeim sem vilja læra undirstöðurnar í rússnesku. Við gerð kennslubókarinnar hafði ég hliðsjón af mörgum öðrum kennslubókum á enskri tungu til að fá samanburð og gera mér betur grein fyrir uppbyggingu slíkra kennslubóka en einnig var tekið mið af fræðigreinum um gerð kennslubóka. Í ofanálag var rýnt í matsþrep samevrópska tungumálarammans og matsþrep ríkisstaðals rússneska Menntamálaráðuneytisins til þess að fá betri yfirsýn yfir öll þau atriði sem kennslubók þarf að innhalda. Tekið var mest mið af ríkisstaðli rússneska Menntamálaráðuneytisins sem gerir ítarlega grein fyrir hæfniviðmiðum sem tengjast hverju matsþrepi. Markmiðið er að notendur bókarinnar tileinki sér færni sem er lýst í hæfniviðmiðum matsþrepanna A1 í ríkisstaði rússneska Menntamálaráðuneytisins. Kennslubókin er ætluð grunnskólanemendum, framhaldsskólanemendum, nemendum af rússneskum uppruna og öllum þeim sem vilja læra undirstöðurnar í rússnesku.