Frumþættir myndlistar sem námsefni – Myndlistarkennsla fyrir yngsta stig

Höfundur: Ragnhildur Róbertsdóttir 

Leiðbeinendur: Hanna Ólafsdóttir og Ásthildur Björg Jónsdóttir

Ágrip/efni: Markmið þessa M.Ed.-verkefnis er að hanna námsefni fyrir myndlistarkennslu á yngsta stigi í grunnskóla sem er heildstætt og kveikir áhuga nemenda á sköpun. Nánar tiltekið er verkefnið annars vegar fólgið í hönnun verkefnabókar fyrir myndlistarkennsla og hins vegar fræðilegri greinagerð sem skýrir forsendur bókarinnar og val verkefna. Ákveðinn hluti af verkefnum bókarinnar verður einnig birtur á vefsíðunni Listvefurinn.is. Tilgangurinn með því að birta verkefnum hjá Listvefnum er að auka aðgengi kennara að skapandi verkefnum í myndlist. Í fræðilegum hluta verkefnisins verður stuðst við þætti úr kennsluaðferðinni Discipline Based Art Education (DBAE). Aðferðin var mótuð af stofnun J. Paul Getty Trust á níunda áratug síðustu aldar. Þessi aðferðafræði varð fyrir valinu af því að hún notast við listasögu og listrýni ásamt listsköpun og fagurfræði sem hentar vel til að skapa heildræna kennslufræði, en kveikir um leið áhuga nemenda á sköpun. Verkefnið styðst einnig við aðalnámskrá grunnskólanna, frumþætti myndlistar og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Grunnþættir menntunar í aðalnámskránni eru heilbrigði og velferð, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni og sköpun. Við framkvæmd M.Ed. rannsóknarinnar veturinn 2023-2024 hefur höfundur þróað og prófað ýmis verkefni við kennslu í myndlist á yngsta stigi í Barnaskólanum í Hafnarfirði. Niðurstöður mínar eru að verkefni byggð á þessari heildrænu aðferðafræði henta vel til að vekja áhuga nemenda og ná markmiðum aðalnámskrár.