Höfundur: Guðmundur Franklín Jónsson
Leiðbeinendur: Atli Vilhelm Harðarson og Gunnar Þór Jóhannesson
Ágrip/efni: Meistararitgerðin Af máli má manninn þekkja fjallar um þörfina fyrir tungumálakennslu fyrir erlent starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknin leitast við að svara spurningunni: Hver er þörf erlendra starfsmanna í ferðaþjónustu á námi í tungumálum? Rannsóknin skoðar hvernig fjöltyngi og fjölmenningarleg samskipti fléttast saman í hröðum vexti í íslenskrar ferðaþjónustu. Hún kannar áhrif málfærni á rekstur og þjónustu í hinu alþjóðlega umhverfi, undirstrikar fjölgun erlendra starfsmanna á Íslandi, og mikilvægi ensku sem alþjóðlegs samskiptamáls. Ritgerðin byggir einnig á kenningum Bhikhu Parekh um fjölmenningu, tengjandi fjölmenningu og málanotkun í ferðaþjónustusamhengi.
Reynsla höfundar af ferðaþjónustu á Íslandi og erlendis veitir einnig sýn á hvernig tungumál og menning spila saman í daglegum rekstri og þjónustu við erlenda ferðamenn. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hlutverk málfærni, sérstaklega enskukunnáttu og nauðsyn þess að veita erlendu starfsfólki íslenskukennslu til að efla samfélagslega aðlögun þeirra og framlag til íslenskrar ferðaþjónustu.