Hámarka rými og nám: Hvernig útinám eflir starfsemi í íslenskum leikskóla.

Höfundur: Stephen James Midgley

Leiðbeinandi: Kristín Norðdahl

Sérfræðingur: Bryndís Gunnarsdóttir

Ágrip/Efni: Þessi starfendarannsókn kannar hlutverk mitt við að búa til og innleiða útinámsverkefni innan íslensks leikskóla. Rannsóknin miðar að því að efla starfsemi skólans með því að minnka barnahópa, stækka leikrými sem eru í boði og stuðla að meira aðlaðandi námsumhverfi. Rannsóknin endurspeglar líka persónulegan þroska minn sem kennara í þessu ferli.

Með því að nota starfendarannsóknaraðferð skráði ég reynslu mína á meðan ég þróaði starfið og vann að verkefninu og einnig tók ég viðtal við stjórnendur leikskólans. Þemagreining (e. thematic analysis) var notuð til að greina gögnin. Þrjú  lykilþemu komu fram í greiningunni. Fyrsta lykilþemað snýst um nálgun mína við skipulagningu útinámsins sem ég hef kallað skipulag útikennslustunda. Það felur í sér undirþemun: útinámsverkefni krefjast mikils undirbúningis, atburðamiðað skipulag, áhyggjur af veðri og öryggi og virkjun samstarfsfólks.

Annað lykilþema fjallar um að þróa venjur mínar og meginreglur í útivist utan skólalóðar með börnunum og samstarfsfólki mínu. Ég hef kallað þetta lykilþema undir bláum himni, sem inniheldur undirþemun: reglur og venjur, lýðræðisleg ferli og rauntíma aðlögunarhæfni.

Þriðja lykilþemað fjallar um hlutverk mitt í starfsemi skólans, samskipti mín og áhrif á skipulag í skólanum í gegnum útinámsverkefnið, svo og hvernig ég geti stutt samstarfsfólk mitt sem best. Þetta hef ég kallað sveiganleg starfsemistarfsemi og innan þessa lykilþema eru undirþemun: dreifa ávinniningnum, tímastjórn og teymisvinna, samvinna og samskipti.

Þessi rannsókn undirstrikar mikilvægi aðlögunarhæfni, seiglu og samvinnu við að innleiða útinám í leikskólum með góðum árangri. Það stuðlaði ekki aðeins að því að bæta starfsemi leikskólans heldur ýtti það einnig verulega undir faglega þróun mína. Niðurstöðurnar fela í sér  verðmætar ráðleggingar fyrir kennara, stefnumótendur og rannsakendur, og þær varpa ljósi á umbreytingarmöguleika útináms í leikskólastarfi.