Sýndarveruleiki í kennslu – starfendarannsókn sjónlistakennara

Höfundur: Elín Berglind Skúladóttir 

Leiðbeinendur: Hanna Ólafsdóttir og Björgvin Ívar Guðbrandsson

Ágrip/efni: Hér er greint frá hvernig innleiðing á notkun sýndarveruleika gekk í grunnskóla yfir nokkurra mánaða skeið. Viðtalsrannsóknir við sérfræðinga í notkun sýndarveruleika í kennslu og nokkra starfsmenn og kennara grunnskólans ásamt starfendarannsókn sjónlistarkennara. Skoðað er samhliða hvernig innleiðing í bekkjarkennslu og sjónlistakennslu gekk. Notkun á sýndarveruleika hefur aukist síðustu ár og tæknin orðin aðgengilegri en áður. Sýndarveruleiki hefur töluvert verið rannsakaður í tengslum við ýmsa notkun og hér er rætt um nokkra af þeim þáttum sem rannsóknir koma inn á. Þá hafa möguleikar á að nota tæknina í kennslu aukist og vera orðnir þó nokkrir. Ýmsar hindranir geta verið í vegi fyrir því að nýta þessa tækni en niðurstöður benda til að stuðningur frá stjórnendum þarf að vera góður, þetta er töluverð aukavinna en getur verið skemmtileg og aukið vinnugleði nemenda. Aukaverkanir af notkun af Quest gleraugunum voru hjá yngri nemendum og ef inngripið var meira en 5-10 mínútur. Sjónlistakennsla í grunnskólum getur verið blanda af ýmsum kennsluaðferðum og skoðað er kennsluhætti sem hafa verið áberandi síðustu ár og áratugi. Við blöndun á tækni og listum er hægt að horfa til STEAM og sköpunarsmiðja ásamt því að hafa Listasögu og DBAE sem grunn fyrir verkefni. Rannsakandi gerði starfendarannsókn á starfi sínu við sjónlistakennslu og útkoman er starfskenning þar sem sjónlistakennsla, tækni og leiðsagnarnám eru samþætt.