Höfundur: Ingibjörg Þórdís Richter
Leiðbeinandi: Guðrún V. Stefánsdóttir
Sérfræðingur: Laufey Elísabet Löve
Ágrip/Efni:
Mikill skortur hefur verið á atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk, ekki síst á almennum vinnumarkaði. Rannsókn á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins (2022) sýnir að 26% fatlaðs fólks voru ekki í vinnu, á vernduðum vinnustað eða í námi. 35% störfuðu á vernduðum vinnustað og 23% störfuðu á almennum vinnumarkaði í gegnum atvinnu með stuðning, NPA eða án stuðnings. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk (2006) á fatlað fólk rétt á atvinnu án aðgreiningar. Því er ljóst að bæta þurfi stöðu fatlaðs fólks á atvinnuþátttöku og menntun.
Rannsóknin sem verkefnið byggir á eigindlegri aðferðafræði og beindist að atvinnuþátttöku fólks með þroskahömlun. Tekin voru 10 viðtöl við fólk sem hafði lokið starfstengdu diplómunámi fyrir fólk með þroskahömlun frá Háskóla Íslands.
Gildi rannsóknarinnar er annars vegar að varpa ljósi á reynslu fólksins af atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði og hins vegar á vernduðum vinnustað. Helstu niðurstöður sýna að flestir þátttakendur eru ánægðir með núverandi vinnustað en upplifa vantrú á þeirra starfsgetu og fordóma við leit að vinnu í gegnum atvinnuúrræði fyrir fatlað fólk.