Frásagnir, fræðsla og forvitni: Þörfin fyrir bókmennta- og kynfræðslu kennsluefni

Höfundur: Rannveig Klara Guðmundsdóttir

Leiðbeinendur: Jón Yngvi Jóhannsson og Helga Birgisdóttir

Ágrip/Efni:

Þessi ritgerð kannar hvernig námsefni í bókmenntum og kynfræðslu fyrir unglingastig hefur þróast. Einnig er skoðað hvort, og þá hvernig, hægt sé að samþætta þessi tvö svið í kennslu. Rannsóknin snýst um að varpa ljósi á hvernig bókmenntir og þá sérstaklega unglingabókmenntir geta nýst sem vettvangur til umræðu um kynheilbrigði, kynvitund og samskipti.

Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði. Annars vegar var framkvæmd samanburðargreining á útgefnu kennsluefni í bókmenntum og kynfræðslu fyrir unglingastig og hins vegar voru tekin hálfopin viðtöl við kennara sem kenna íslensku og/eða kynfræðslu á unglingastigi í grunnskóla. Viðtölin höfðu það að markmiði að varpa ljósi á reynslu og viðhorf kennara til núverandi námsefnis sem og sýn þeirra á möguleika til samþættingar bókmennta og kynfræðslu.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skortur sé á fjölbreyttu og nútímalegu námsefni bæði í bókmenntakennslu og kynfræðslu á unglingastigi.

Greinargerð þessi liggur til grundvallar kennslubókinni Kynlegar sögur sem er samstarfsverkefni Eddu Rúnar Guðmundsdóttur og Rannveigu Klöru Guðmundsdóttur.