Höfundur: Edda Rún Guðmundsdóttir
Leiðbeinendur: Jón Yngvi Jóhannsson og Helga Birgisdóttir
Ágrip/Efni:
Þessi ritgerð fjallar um hvernig orðræða um kynlíf og kynvitund birtist í íslenskum unglingabókum yfir 40 ára tímabil og hvernig þessar bækur geta nýst í kynfræðslu. Markmið rannsóknarinnar er að greina þróun orðræðu í bókmenntunum og meta hvort þær geti nýst í kynfræðslu og veitt ungmennum dýpri skilning á kynheilbrigði, samböndum og sjálfsmynd í gegnum lestur. Eigindleg orðræðugreining var framkvæmd á níu unglingabókum sem komu út á tímabilinu 1978-2021. Skoðuð voru helstu sameiginlegu þemu og þau greind út frá þemagreiningu. Helstu niðurstöður benda til þess að unglingabækur geti verið mikilvæg viðbót við kynfræðslu í skólum með því að bjóða upp á raunverulegar og viðeigandi frásagnir sem endurspegla reynslu unglinga. Unglingabækur gera unglingum kleift að fræðast um flókin málefni með því að spegla sig í sögupersónum. Greinargerð þessi liggur til grundvallar á kennslubókinni Kynlegar sögur sem er samstarfsverkefni Eddu Rúnar Guðmundsdóttur og Rannveigar Klöru Guðmundsdóttur.