Höfundur: Sólrún Halla Bjarnadóttir
Leiðbeinandi: Anna Kristín Sigurðardóttir
Sérfræðingur: Guðrún Ragnarsdóttir
Ágrip/Efni:
Í nútíma samfélagi eru gerðar miklar kröfur um gæði skólastarfs. Skólastjórnendur stuðla að auknum tækifærum kennara til að styrkja sig í kennslu með því að styðja við fjölbreytta starfsþróun. Þátttaka kennara og skóla í verkefninu Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu í íslensku og raungreinum með aðstoð myndupptöku í kennslustundum (SÆG) er kveikjan að þessu verkefni. Markmiðið er að varpa ljósi á hvernig skólastjórnendur geta stutt kennara til starfsþróunar sem miðar að því að auka gæði kennslu. Með kennslufræðilegri forystu getur skólastjórnandi haft áhrif á þróun náms innan skólans. Það hefur sýnt sig að kennslufræðileg forysta sem byggir á skýrri sýn, getur haft jákvæð áhrif á námsárangur nemenda.
Rannsóknarspurningarnar eru Hvaða leiðir nýtir skólastjóri til að efla gæði náms og kennslu í stærðfræði og hvernig samræmast þær hugmyndum kennara um þann stuðning sem þeir telja æskilegan til að efla gæði náms í stærðfræði? Rætt var við kennara sem eru þátttakendur í SÆG verkefninu til að öðlast þeirra sýn á breytingar í stærðfræði kennslu í tengslum við þátttöku þeirra í verkefninu. Jafnframt var rætt við skólastjórnendur um þeirra sýn á gæði kennslu.
Niðurstöður benda til að allir aðilar upplifa breytingar á kennsluháttum í átt að auknum gæðum kennslu. Skólastjórnendur sem var við töldu að til þess að auka gæði stærðfræðikennslu í framtíðinni þurfi þeir að tryggja að faglegt samtal og hafa kennslufræðilega forysta áfram í forgrunni. Þeir vildu skoða leiðir til þess að veita kennurum markvissari endurgjöf og byggja upp sterkari fagleg tengsl við aðra skóla svo tryggja megi sjálfbæra starfsþróun. Beinn stuðningur skólastjórnenda við kennara í tengslum við gæði kennslu er það sem eflir námið og bætir námsárangur nemenda.